Valinn í U-16 landsliðið

Þórður Gunnar Hafþórsson

Þórður Gunnar Hafþórsson, knattspyrnumaður í Vestra, hefur verið valinn í U-16 ára landsliðið. Næsta verkefni landsliðsins er Norðurlandamót sem verður haldið á Íslandi dagana 30.júlí – 5.ágúst og verða leikirnir á Suðurlandi og Suðurnesjum. Þórður Gunnar, sem er fæddur árið 2001, spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki í fyrra þegar hann kom við sögu í tveimur leikjum. Á yfirstandandi tímabili hefur hann spilað í átta leikjum og skorað tvö mörk.

DEILA