Úlfur Úlfur í Edinborg

Rapptvíeykið Úlfur Úlfur hefur verið ein vinsælasta rappsveit landsins síðustu ár og ættu því að vera flestum kunnugir. Eftir vel heppnaða útgáfu plötu þeirra Tvær plánetur árið 2015 hafa drengirnir verið ansi sýnilegir í íslenskri – og nú nýverið í evrópskri tónlistarflóru – og hafa verið iðnir við tónleikahald. Veturinn 2016 lokuðu þeir sig af við skriftir og út varð nýjasta plata þeirra Hefnið okkar sem kom út nýverið. Platan hefur fengið afbragðs viðtökur og fyrirhugaður er íslandstúr í sumar og mánaðarlangur evróputúr í kjölfarið. Strákarnir koma fram í Edinborgarhúsinu í kvöld og búast má við algjörri veislu fyrir augu og eyru. Tónleikarnir verða kl 21 og miðaverð er 2.900.

DEILA