Þrítugsafmæli í sól og blíðu

Á þriðjudaginn var 30 ára afmælisfagnaður Reykhólahrepps undir berum himni í Hvanngarðabrekkunni á Reykhólum, en þar er verið er að bæta aðstöðu til skemmtanahalds. Það var eitt af úrlausnarefnum sveitarstjórnar hvort halda ætti samkomuna þar eða inni í íþróttahúsinu, og á Reykhólavefnum er greint frá að eins og jafnan áður tóku þau rétta ákvörðun, að vera úti í góða veðrinu. Dagskráin var góð, söngur, fróðleikur og ræður í léttum dúr og sveitarstjórnin grillaði ofan í mannskapinn og var það bæði ljúffengt og vel útilátið.

DEILA