„Þá vill fólk heldur ekki að búið sé í fjörðunum“

Heimir Már Pétursson fréttamaður á Stöð 2 ræddi við Atla Gregersen forstjóra eldisfyrirtækisins Hiddenfjord um fiskeldi í Færeyjum og á Íslandi. Atli gengst við margskonar mistökum sem gerð voru í upphafi fiskeldis í Færeyjum, til að mynda byrjuðu 60 fyrirtæki í tuttugu fjörðum og leiddi það til ófriðar og að smit barst milli stofna fyrirtækjanna. Eins var fiskur í öllum fjörðum árið um kring en árið 2003 var lögum breytt þannig að í hverju sinni væri bara ein kynslóð af fiski í hverjum firði og þeir hvíldir milli kynslóða. 2006 var lögum breytt aftur og nú má bara einn framleiðandi vera í hverjum firði. Atli segir að með því að hvíla firðina milli kynslóða hafi tekist að útrýma nær öllum sjúkdómum.

Íslenskt hrognkelsi í baráttuna við laxlús

Laxalús hefur valdið talsverðum vandræðum í Færeyjum en Atli segir að nú fái þeir aðstoð frá íslensku hrognkelsi sem sé sólgið í færeyska laxalús.

Atli telur ekki að áhrif laxeldis á umhverfið þurfi að valda áhyggjum, það eigi að setja strangar umhverfisreglur en rétt að geta þess að á Íslandi er allt eldi kynslóðaskipt og Atli segir nauðsynlegt að mjög reglulega fari fram lúsatalning hjá öllum ræktendum.

„Ef ekki má hafa athafnalíf á Vestfjörðum, hvernig á fólk að búa þar“

Lesa má viðtalið í heild hér.

bryndis@bb.is

DEILA