Sumarlokanir sveitarfélaga

Þjónustu sveitarfélaga minnkar víða yfir hásumarið og sum bregða á það ráð að loka skrifstofum í styttri eða lengri tíma.

Í Súðavík er skrifstofa sveitarfélagsins lokuð frá 30. júní til 1. ágúst en erindi má senda til petur@sudavik.is eða genka@sudavik.is

Hjá Ísafjarðarbæ verður bæjarskrifstofan lokuð frá 17. júlí – 7. ágúst en svarað verður í síma og lágmarksþjónusta veitt.

Á skrifstofu Strandabyggðar verður lokað 24. júlí – 8. ágúst.

Í Bolungarvík og Vesturbyggð verður engin sumarlokun.

bryndis@bb.is

DEILA