Strandveiðar stöðvaðar í dag

Síðasti veiðidagur á strandveiðum á svæði A í júlí er í dag. Svæði A nær frá sunnanverðu Snæfellsnesi til Ísafjarðardjúps. Veiðidagar á svæðinu verða því alls 8, en voru 6 í sama mánuði í fyrra. Að loknum 6 veiðidögum átti eftir að veiða 303 tonn á svæðinu, en meðalveiði á dag í júlí eru 130 tonn. Langflestir bátar eru á svæði A og því klárast mánaðarskammturinn fyrr þar en á hinum þremur strandveiðisvæðunum.

DEILA