Stöku skúrir

Skýjahula á hádegi á sunnudaginn

Veðurstofan spáir norðvestlægri átt á morgun með stöku skúrum en hægri norðlægri eða breytilegri átt á sunnudaginn og bjartviðri á vestanverðu landinu. Það má búast við talsverðri virkni norðurljósa sem við getum ekki notið á björtum sumarnóttum.

Tíðarfar var nokkuð hagstætt í júní segir á vef Veðurstofunnar þó hiti hafi verið í svalara lagi miðað við meðaltal síðustu 10 ára en yfir meðallagi á flestum stöðum sé miðað við tímabilið 1960-1990.

bryndis@bb.is

DEILA