Setti farþega í land án leyfis

La Boreal við bryggju á Ísafirði. Mynd úr safni.

Mikil umræða hefur verið um að franska skemmtiferðaskipið Le Boreal hafi hleypt um 200 farþegum í land í Jökulfjörðum, en skipið var að koma frá Grænlandi og var því ótollskoðað. Í samtali við Morgunblaðið sagði umboðsmaður skipsins, Jóhann Bogason hjá Gára, sem er skipaumboðsskrifstofa, að um leiðan misskilning væri að ræða á milli sín og skipstjórnenda og telur hann málið hafa verið blásið upp í fjölmiðlum. „Skipstjórnendur voru í góðri trú. Þeir töldu að þeir hefðu fengið leyfi eins og þegar farið er í t.d. Grímsey, en þá er hægt að fá undanþágu til að tollafgreiða í næstu höfn, sem í þessu tilfelli var á Akranesi,“ sagði Jóhann og bætti við að honum hafi ekki verið kunnugt um að skipstjórinn ætlaði að setja fólk í land í Hornstrandafriðlandinu og taldi að skipið ætlaði að sigla meðfram ströndinni áleiðis til Akraness.

DEILA