Sendiherra Frakklands kom færandi hendi

Philippe O'Quin sendiherra ásamt Heiðrúnu Tryggvadóttur áfanga- og gæðatjóra MÍ og sonum hennar Hauki og Magna sem halda á bókunum um Tinna.

Sendiherra Frakklands kemur færandi hendi

Philippe O’Quin, Sendiherra Frakklands á Íslandi, var á ferð um Vestfirði fyrr í þessum mánuði og heimsótti fyrirtæki og stofnanir víða um fjórðunginn. Hann hitti meðal annars bæjarstjórana í Vestubyggð og í Ísafjarðarbæ, skoðaði grafreit franskra sjómanna í Haukadal í Dýrafirði og skoðaði Byggðasafn Vestfjarða. Hann kynnti sér einnig starfsemi Kerecis á Ísafirði og ræddi við menningarstofnanir og fyrirtæki um að efla tengsl og auka samskipti milli landanna. Hann færði  Menntaskólanum á Ísafirði bækur að gjöf en nemendur og kennarar skólans eru í góðu sambandi við kollega sína í Sable d’Olonne á vesturströnd Frakklands og hafa skipst á heimsóknum undanfarin ár. Bókastaflinn inniheldur m.a. allar bækurnar um Tinna sem frönskunemar geta nú spreytt sig á að lesa á frummálinu.

DEILA