Það er MSC Priziosa sem heimsækir Ísafjörð í dag með sína 4.345 farþega og er langstærsta skemmtiferðaskipið sem stoppar hér í sumar. Þetta er reyndar annað stopp Priziosa því það var hérna líka í byrjun júní og mun koma aftur um miðjan ágúst.

Í gær voru þrjú skemmtiferðaskip í höfn með rúmlega 3.000 farþega samtals og á miðvikudaginn koma Costa Magica og Star Legend með tæplega 3.700 farþega.

bryndis@bb.is

DEILA