Rigning seinnipartinn

Veðurstofan spáir suðaustlægri átt 5-10 m/s á Vestfjörðum í dag. Fer að rigna seinnipartinn og hiti verður á bilinu 8 til 13 stig. Í athugasemd veðurfræðings er vakin er athygli á að allhvössum vindi er spáð í dag við vestanverða suðurströnd landsin, en á morgun við suðausturströndina. Slíkur vindur getur reynst varasamur ökutækjum sem taka á sig vind.

Á laug­ar­dag:
Suðvest­læg átt 5-13, hvass­ast aust­ast, og væta með köfl­um. Hiti 9 til 18 stig, hlýj­ast aust­an­lands.

Á sunnu­dag:
Vest­læg átt, 5-10, en held­ur hvass­ara við norður- og suður­strönd­ina síðdeg­is. Víða skúr­ir en þurrt að kalla suðaust­an­lands. Hiti 7 til 16 stig, hlýj­ast við suðaust­ur­strönd­ina.

Á mánu­dag:
Suðvest­an 5-10 og dá­lít­il væta, en bjart með köfl­um aust­an­lands. Hiti 9 til 15 stig, hlýj­ast suðaust­an til.

Á þriðju­dag:
Suðaust­an 8-15 með rign­ingu sunn­an- og vest­an­lands og hiti 8 til 13 stig en úr­komu­lítið og allt að 18 stiga hiti norðaust­an­lands.

Á miðviku­dag:
Aust­læg átt, 8-18, en hvass­ara við suðvest­ur­strönd­ina fram­an af degi. Víða vætu­samt, en þurrt að mestu norðan­lands. Hiti 10 til 20 stig, hlýj­ast norðan til.

Á fimmtu­dag:
Útlit fyr­ir aust­læga átt og rign­ingu, einkum á aust­an­verðu land­inu. Hiti 10 til 18 stig.

DEILA