Reykhóladagar framundan

Frá Reykhóladögum í fyrra

Á fimmtudaginn hefst bæjarhátíð Reykhóla og það er farið bratt af stað með krakkabíói í Báta- og hlunnindasýningunni, bátastuði og brennu. Það er svo ekki minni menn en Elfar Logi og Bjartmar sem taka kvöldvaktina með leiklist og tónlist.

Á föstudaginn verður hverfakeppnin, frisbígolfmót, þarabolti, pub quiz og sundlaugarpartý, svo ekki sé minnst á tónlistarmanninn Friðrik Halldór sem ætlar að halda uppi stuðinu í Báta- og hlunnindasýningunni.

Laugardaginn taka menn snemma með Reykhólahlaupinu og í kjölfarið verður dráttarvélastuð. Allan daginn er svo fjölbreytt dagskrá þar sem iðkuð verður bæði list og lyst og deginum lýkur með stórdansleik með hljómsveitinni Bland.

Sunnudagurinn hefst með messu í Reykhólakirkju og vöffluhlaðborði og harmonikkutónlist í Króksfjarðarnesi.

Dagskrána í heild sinni má nálgast hér.

bryndis@bb.is

DEILA