Rafmagn væntanlega komið á um 19:00

Verið er að vinna að viðgerðum vegna spennisins sem brann s.l. nótt innan við Ögurnes. Vinnuflokkar frá Hólmavík og Ísafirði eru að störfum og tveir spennar eru komnir á staðinn. Búið er að tengja annan spenninn. Gert er ráð fyrir að rafmagn verði komið á um kl. 19:00 í kvöld.

bryndis@bb.is