OV appið

Viðskiptavinir Orkubús Vestfjarða geta nú hlaðið smáforriti eða appi inn á snjallsímana sína og fengið þar allar upplýsingar um skipulögð eða fyrirvaralaus straumrof. Oft er það óþægilegt þegar rafmagnið fer að vita ekki hvort búast má við löngu rafmagnsleysi og talsvert fljótlegra að renna yfir appið í símanum til að finna upplýsingar en leita eftir símanúmeri og hringja í Orkubúið. Smáforritin eru handhæg og fljótvirk leið til að fylgjast með mikilvægum upplýsingum.

Hægt er að nálgast smáforritin á Google PlayStore fyrir Android snjalltæki og á Apple AppStore fyrir iPhone og Ipad.

bryndis@bb.is

DEILA