Núpur í Dýrafirði til sölu

Ríkiskaup hafa nú auglýsti til sölu eignir héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði. Um er að ræða gamla skólann, 1.419 fm,  sem er að hluta á þremur hæðum og í honum eru skólastofur, heimavist, kennaraíbúðir, matsalur, eldhús, sundlaug og íþróttahús. Heimavistarhúsin, 2.437 fm, eru líka til sölu en þar eru þrjár íbúðir og 36 herbergi, kennslustofur, matsalur, eldhús og þvottahús. Skólastjórahúsið og heimavist, 733 fm, sem byggð voru árunum 1954 – 1956 eru líka til sölu.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að nefnd sem Katrín Jakobsdóttir þáverandi mennta- og menningarráðherra skipaði fyrir um sjö árum síðan og átti að fjalla um hlutverk og framtíð skólabygginganna á Núpi hafi aldrei skilað neinni niðurstöðu. Ennfremur að engin skilyrði séu sett af hendi ríkisins um hverskonar starfsemi skuli vera í byggingunum.

Skilafrestur tilboða er til 1. september.

bryndis@bb.is

DEILA