Mikið fjölmenni á Bryggjuhátíð

Fram fór í blíðviðrinu landsleikur í knattspyrnu milli Drangsness og Hólmavíkur. Heimamenn eru voru hvítklæddir og spiluðu sambabolta og rúlluðu Hólmvíkingunum upp 7:4 Mynd: Kristinn H. Gunnarsson

Nítjánda Bryggjuhátíðin á Drangsnesi fór fram um helgina og var gríðargóð mæting. Hátíðin var síðast árið 2013 og engu líkara en margir hafi beðið eftir að komast á hátíðina því talið er að um 1500 manns hafi mætt . Veðrið lék við gesti, milt og stafalogn.

Dagskráin var fjölbreytt og skemmtileg, Drengjakór íslenska lýðveldisins kom að sunnan og skemmti gestum með kraftmiklum söng inni í frystihúsi þar sem hljómburður þótti afburða fínn. Drangsnesingar buðu gestum að smakka fjölbreytt sjávarfang, til dæmis grásleppubollur, selspik og skötustöppu.

Landsleik Drangsness og Hólmvíkur lyktaði með yfirburðasigri heimamana, 7:4

Kvöldinu lauk svo með kvöldskemmtun í Félagsheimilinu Baldri, fyrir troðfullu húsi og síðan var sest út í guðsgræna náttúruna við varðeld og brekkusöng.

 

 

bryndis@bb.is

DEILA