Makrílvaða í pollinum

Reglugerð um viðbótarheimild á makríl til smábáta tekur væntanlega gildi 31. júlí. Veiðiheimildirnar eru einkum ætlaðar til aðila sem ekki höfðu tækifæri til á ávinna sér veiðireynslu á viðmiðunarárum.Greiða þarf 2,78 fyrir kg í makrílheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu Landsambands Smábátaeigenda.

Í gær mátti sjá myndarlega vöðu makríls spóka sig í pollinum við Ísafjörð.

bryndis@bb.is

DEILA