Laxeldið í Dýrafirði tvöfaldað að stærð

Þingeyri. Mynd: Mats Wibe Lund.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Arctic Sea Farm hf. til framleiðslu á allt að 4.000 tonnum á ári af regnbogasilungi eða laxi í Dýrafirði í sveitarfélaginu Ísafirði. Arctic Sea Farm hf. er þegar með 2.000 tonna leyfi í Dýrafirði og er því að sækja um stækkun.

Starfsleyfið tekur til framleiðslu á 4.000 tonnum af laxi/regnbogasilungi á ársgrundvelli í Dýrafirði, að hámarki 4.000 tonn af lífmassa á ári. Um er að ræða eldi í sjókvíum á þremur stöðum í Dýrafirði, við Haukadalsbót, við Gemlufall og við Eyrarhlíð. Arctic Sea Farm verður heimilt að framleiða lax í kynslóðaskiptu eldi í sjókvíum á þremur sjókvíaeldissvæðum í Dýrafirði og eldið verður að jafnaði á tveimur sjókvíaeldissvæðum í senn, en eitt svæði hvílt á milli eldislota að lágmarki í sex til átta mánuði.

DEILA