“Keppnin er þegar unnin“ segir fyrirliði mýrarboltaliðs Kerecis

Mýrarboltalið Kerecis hefur gengið frá leikmannakaupum fyrir komandi leiktíð. Um er að ræða leikmenn frá Herði, KR, Breiðabliki og FC Kareoki. Frá Herði koma Tómas Emil Guðmundsson Hansen, Axel Sveinsson, Sigurður Hannesson and Haraldur Hannesson. Frá KR Helgi Magnússon, frá Breiðabliki Guðrún Sóley Gunnarsdóttir og frá FC Kareoki Pétur Magnússon. Helgi og Guðrún eiga að baki áralangan feril í íslenska landsliðinu og mun Helgi leika á miðju og Guðrún sem framherji í liði Kerecis.

“Lið okkar er ótrúlega sterkt og býr að mikilli leikreynslu“ segir fyrirliði liðs Kerecis, Atli Þór Jakobsson og bætir við „Ég vona að þetta sterka lið okkar komi ekki í veg fyrir að lið 3X og Buddubananna mæti til leiks“.

Lið Kerecis undirbýr nú þátttöku í Evrópumótinu í Mýrarbolta sem fram fer á stór-Ísafjarðarsvæðinu um verslunarmannahelgina.

„Dómgæsla á Evrópumótinu hefur verið afburðarléleg undanfarin ár og hafa óréttmætir dómar írekað komið í veg fyrir sigur okkar. Við teljum því best að við dæmum sjálf í okkar eigin leikum og erum í viðræðum við mótsstjórn um þessa sanngjörnu kröfu.“ segir liðsstjóri liðs Kerecis Dóra Hlín Gísladóttir

bryndis@bb.is

DEILA