Járnhjónin í Víkinni

Járnhjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson

Hjónin Katrín Pálsdóttir og Þorsteinn Másson gerðu aldeilis garðinn frægan um síðustu helgi er þau tóku þátt í Járnkarlinum eða í Challenge Iceland.

Keppnin heitir Challenge Iceland og er ein af fjölmörgu Challenge þríþrautarkeppnum sem haldnar eru um allan heim. Keppt var í svokallaðri hálfri vegalengd eða hálfum járnkarli sem er 1900m sund, 90km hjólreiðar og 21km hlaup.

Keppnin fór fram við Meðalfellsvatn í Hvalfirði þar sem keppendur þreyttu sundið.  Eftir að sundinu lauk var stokkið á hjólin og hjólað í Hvalfirðinum. Þegar keppendur höfðu lagt 90km hjólreiðar að baki var hlaupið 21km við Meðalfellið og þar í kring.

Járnfrúin Katrín Pálsdóttir gerði sér lítið fyrir og varð 3 í sínum flokki á tímanum 6:05 (30-40ára konur) og járnkarlinn Þorsteinn varð 9 í sínum flokki á tímanum 5:40

Alls tóku 250 manns þátt í mótinu og þar af voru 200 erlendir keppendur. Jafnframt voru 12 atvinnumenn og 8 atvinnukonur þátt.

Hjónin Justin Metzler og Jeanni Seymour sigruðu karla og kvennaflokk meðal atvinnumanna.

bryndis@bb.is

 

DEILA