Norski brunnbáturinn M/V Viking Saga var settur í farbann á Bíldudal 30. júní. Á vef samgöngustofu er greint frá að við hafnarríkiseftirlit kom í ljós að fjölmörg vottorð og skírteini skipsins skorti. Skipið taldist hæft til siglinga, að öðru leyti en því að skírteinin sjálf vantaði. Fékk það því heimild til takmarkaðra athafna innan Patreksfjarðar og Arnarfjarðar. Arnarlax hf. á Bíldudal er með Viking Saga á leigu og hefur skipið verið í seiðaflutningum. Farbanni hefur verið aflétt enda hefur verið greitt úr málum skipsins er varða vottorð og skírteini.