Hvöt leggur til eina milljón

Kvenfélagskonur í Hnífsdal á vorfundi sínum.

Kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal samþykkti á vorfundi sínum að leggja eina milljón kr. í söfnun fyrir nýju ómtæki sem kvenfélagið Sunna stendur fyrir. Ómtækið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er komið til ára sinna og það er veruleg þörf á nýju tæki. Kvenfélagið Hvör hvetur önnur félög, einstakinga og fyrirtæki til þes að leggja söfnuninni lið.

„Kvenfélagið Hvöt vill nýta tækifærið og þakka öllum þem sem sótt hafa viðburði okkar undanfarin ár, án ykkar gætum við ekki lagt söfnun af þessu tagi lið,“ segir í tilkynningu.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt í söfnuninni, þá er hægt að leggja inn á eftirfarandi reikning:. Reikningsnúmer: 0556-14-402000 // kt: 470510-2260

DEILA