Hvorki tímabundin né löt

Katrín Björk sem vestfirðingar kusu Vestfirðing ársins 2016 heldur úti öflugu bloggi þar sem hún lýsir þessu krefjandi verkefni sem lagt hefur verið fyrir hana. Katrín er 24 ára gömul og sýnir með afbrigðum mikið baráttuþrek við að ná sér eftir tvær heilablæðingar og einn blóðtappa. Katrínu tjáir sig opið og einlægt um hvert framfaraskref sem eru í stóra samhenginu orðin að hverju langstökkinu á fætur öðru.

Í bloggi dagsins upplýsir hún um hvernig hún hefur farið að því að tjá sig en vöðvarnir misstu allan kraft við áföllin en eins og hún segir í blogginu sínu „ég er svo heppin að við öll þrjú heilaáföllin þá blæddi bara á vöðvastjórnunina en mér til mikillar mildi slapp málstöðin í öll þrjú skiptin.“ Katrín getur þess vegna bæði lesið og stafað og getur því tjáð sig. Hún fer tvisvar í viku í talþjálfun og þar eru stöðugar framfarir. Þangað til hún nær tökum á því að tala mun hún nota stafaspjaldið sitt sem hefur frá því hún veiktist verið hennar samskiptatæki.

bryndis@bb.is

DEILA