Höldum matvælum köldum

Í ljósi íslenskrar hitabylgju sem von er á á Norðausturlandi telur Matvælastofnun rétt að minna á nauðsyn þess að halda matvöru við rétt hitastig, eða að minnsta kosti að halda kælivöru kaldri. Það getur verið vandkvæðum bundið á löngum akstursdögum en það má leysa með kæliboxum eða að pakka matvælum vel inn.

Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir:

„Þegar haldið er af stað í ferðalag í leit að hita og sól er mikilvægt að gera ráðstafanir svo kælivara haldist köld á leiðinni og á ákvörðunarstað.  Mikilvægt er að kæla viðkvæm matvæli vel niður áður en lagt er af stað.  Einnig er hægt er að að frysta kjöt sem ekki á nota strax, nota frosin kælielement og pakka matvælum þannig í kæliboxin þannig að ekki þurfi að opna þau oft.

Vissulega er það oft svo, að ekki fer milli mál hvort matvælin eru orðin skemmd en því miður er ekki alltaf hægt að treysta á skynfærin við mat á öryggi þeirra.  Fái matvælin ekki rétta meðferð geta þau verið orðið hættuleg neytendum áður en þau fara að skemmast.“

bryndis@bb.is

DEILA