Hangir að mestu þurrt

Það spáir smáskúrum í dag á Vestfjörðum en næstu daga ætti að vera hægt að hengja þvott til þerris. Hitastig gæti náð tveggja stafa tölu en það er þó ekki víst.

Búist er við stormi við suðvesturströndina og á hálendinu upp úr hádegi á morgun með hvössum vindhviðum við fjöll, sem geta verið varasöm farartækjum sem taka á sig mikinn vind. Einnig má gera ráð fyrir talsverðri rigningu sunnan- og vestanlands.

bryndis@bb.is

DEILA