Vestri vann glæstan sigur á Magna á Torfnesvelli í gærkvöld. Fyrri hálfleikur var ekki upp á marga fiska hjá heimamönnum og Magni komst yfir á 9. mínútu með marki Ýmis Más Geirssonar. Vestramenn komu betur stemmdir til leiks í síðari hálfleik og Kevin Alson Schmidt jafnaði metin á 52. mínútu. Það var svo Daníel Agnar Ásgeirsson sem skoraði glæsilegt sigurmark með skalla á 81. mínútu. Hammed Obafemi Lawal, leikmanni Vestra, var svo vikið af velli með tvö gul spjöld á 91. mínútu.
Heil umferð var leikinn í 2. deildinni í gær og eftir sigurinn á Magna er Vestri sjöunda sæti með 16 stig.