Á annan tug Litháískra og Austurískra iðnaðarmanna hafa nú í nokkrar vikur hangið utan í snarbröttum hlíðum Kubbans og þar má líka sjá allskonar græjur. Verkefnið er að festa snjóflóðagrindur í klettabelti fjallsins til að vernda byggð í Holtahverfi.

Að sögn Hafsteins Steinarssonar verkefnisstjóra fyrir hönd Framkvæmdasýslu ríkisins hefur verkið gengið vel og engin slys eða óhöpp orðið, það eru hins einhverjar tafir á verkinu og það er tímafrekara en við var búist. Verklok eru áætluð haustið 2018 og sagði Hafsteinn að vonast sé eftir að veður leyfi vinnu við fjallið fram í október á þessu ári.

Hönnun verksins var í höndum Verkís verkfræðistofu og það er ÍAV sem vinnur verkið.

bryndis@bb.is

DEILA