Fegrun bæjanna

Eitt af því sem gjarnan er útundan hjá bæjarfélögum er viðhald gangstétta og svo sannarlega er þörf á að lagfæra margar gangstéttir í byggðakjörnum Ísafjarðarbæjar. Hafnarstrætið á Ísafirði er engin undantekning í þeim efnum og þar þarf margt að laga. Verktaki hefur nú nýlokið við að leggja nýjar hellur frá horni Mánagötu að gamla Húsamiðjuhúsinu og árangurinn glæsilegur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Smátt og smátt þarf svo að lagfæra allar gangstéttir, brotnar og illa farnar stéttir eru slysavaldar fyrir gangandi vegfarendur.

bryndis@bb.is

DEILA