Guðjón Dalkvist Gunnarsson, betur þekktur sem Dalli, var kosinn íbúi ársins í Reykhólahreppi. Dómnefndin, skipuð þeim Ástu Sjöfn Kristjánsdóttur, Helgu Garðarsdóttur og Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur var einhuga um að útnefna Dalla íbúa ársins 2017, fyrir frumkvöðlastarf, hugmyndaauðgi, hjálpsemi og jákvæðar ábendingar um það sem má bæta, og að sjá skemmtilegu hliðar tilverunnar.
Sjö tilnefningar bárust um íbúa ársins. Þau nöfn sem bárust dómefndinni voru Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, Friðrún Gestsdóttir, Málfríður Vilbergsdóttir, Steinunn Ó. Rasmus, Guðjón Dalkvist, Karl Kristjánssson og Vilberg Þráinsson. Einnig var hreppsnefndin tilnefnd í heild sinni, en dómnefnd kaus að að einblína á einstaklinga fremur en hópa.