Breytingar á deiliskipulagi á Torfnesi

Ísafjarðarbær hefur nú auglýst eftir athugasemdum við breytingar á deiliskipulagi á Torfnesi og frestur til að skila athugasemdum er til 1. september.

Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að að hluti núverandi gervigrasvallar verði felldur út og þar verði byggingarreitur fyrir fjölnotahús. Hæsta brún mænis skal ekki vera hærri en 13.75 m yfir hæð núverandi grasvallar og hámarkshæð útveggja á langhlið 6m. Flatarmál húss skal vera að hámarki 3.200 fermetrar. Hönnun byggingarinnar skal miðast við að viðhalda heildaryfirbragði bygginganna á Torfnesi, með dökkrauðu þaki og þykkum þakkanti.

bryndis@bb.is

DEILA