Bleyta í kortunum

Skýjað verður með köflum í dag og víða skúrir, samkvæmt veðurspánni. hiti verður á bilinu 7 til 17 stig. Útlit er fyrir votviðrasama viku. Búast má við skúradembum á norðaustanverðu landinu síðdegis í dag og jafnvel þrumum og eldingum

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Þar segir að fyrstu tveir dagar vikunnar – mánudagur og þriðjudagur – verði „sólarlitlir og skúrasælir“. Einhverjar sólarglennur ættu þó að sjást á milli skúra auk þess sem nokkuð hlýtt verður í veðri. „Um miðja vikun fer allmikið regnsvæði yfir landið með stífum vindum, þ.a. betra er að vera við öllu búinn í útilegunni.“ Segir í hugleiðingum veðurfræðings.

DEILA