Björgunarsveitir standa í ströngu

Mynd úr safni, frá björgun ferðamenna úr Eyrarfjalli

Miklar annir voru hjá björgunarsveitum landsins í gær fyrir utan þær vestfirsku. Öklabrotnum göngumanni við Arnarstapa á Snæfellsnesi þurfti að koma til byggða og var það björgunarsveit þaðan sem kom honum í sjúkrabíl. Stuttu seinna voru björgunarsveitir frá Egilstöðum og Seyðisfirði kallaðar út vegna konu sem villtist í þoku í Seyðisfirði. Og á Fimmvörðuhálsi örmagnaðist göngumaður.

Þeim ökklabrotna var komið í sjúkrabíl enn aðgerðum hætt á Fimmvörðuhálsi.

Konan í þokunni fannst ekki fyrr en eftir tæpa fjóra tíma. Hún hafði villst í brattlendi svo sérþjálfaða björgunarsveit þurfti í verkefnið. Leit hófst um kl. 20:00 í gærkvöldi og fannst hún rétt fyrir miðnætti, það voru 50 manns tóku þátt í leitinni og var konunni fylgt til byggða en sem betur var hún ómeidd.

bryndis@bb.is

DEILA