Erfiðlega hefur gengið að ráða sumarfólk í garðvinnu í sumar og bera bæirnir í sveitarfélaginu þess víða merki að ekki hefur verið nægjanlegt hirt um blómabeðin. Talsverðar og harðar umræður hafa verið um málið á facebook en á endanum tóku nokkrir íbúar Flateyrar sig til í gær og hreinsuðu til á bletti sem ýmist er kallaður er sjálfstæðisblettur eða kirkjutungan.

bryndis@bb.is

DEILA