Aukin velta í ferðaþjónustu – minni í sjávarútvegi

Refaljósmyndarar í Hornvík.

Velta í virðis­auka­skatts­skyldri starf­semi, fyr­ir utan ferðaskrif­stof­ur og farþega­flutn­inga á veg­um, var 629 millj­arðar króna í mars og apríl sem er 0,8% hækk­un miðað við sama tíma­bil árið 2016. Velt­an jókst um 3,3% á tíma­bil­inu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Þetta kem­ur fram á vef Hag­stofu Íslands.

Starf­semi tengd farþega­flutn­ing­um og ferðaskrif­stof­um var ekki virðis­auka­skatts­skyld fyrr en í árs­byrj­un 2016 og er nauðsyn­legt að taka til­lit til þess þegar velta frá og með 2016 er bor­in sam­an við fyrri ár.

Velta í allri virðis­auka­skatts­skyldri starf­semi nam 646 millj­örðum króna í mars og apríl 2017, en það er hækk­un um 1,3% frá sama tíma­bili 2016.

Velta jókst í flest­um ein­kenn­andi grein­um ferðaþjón­ustu, t.d. jókst velta í flokk­in­um „rekst­ur gisti­staða og veit­ing­a­rekst­ur“ um 25,9% á tíma­bil­inu maí 2016 til apríl 2017 miðað við síðustu tólf mánuði þar áður. Á sama tíma jókst velta í bíla­leigu um 25,2%. Velta í bíla­leigu er orðin svipuð veltu í land­búnaði.

Fleiri at­vinnu­grein­ar virðis­auka­skatts­skyld­ar

Í árs­byrj­un 2016 tóku gildi breyt­ing­ar á lög­um um virðis­auka­skatt, 50/​1988, sem gerðu nokkr­ar at­vinnu­grein­ar virðis­auka­skatts­skyld­ar sem áður voru und­anþegn­ar. Þar ber helst að nefna farþega­flutn­inga aðra en áætl­un­ar­flutn­inga (und­ir bálki H) og þjón­ustu ferðaskrif­stofa (und­ir bálki N). Þetta er að hluta til skýr­ing­in á mik­illi aukn­ingu á virðis­auka­skatts­skyldri veltu í þess­um grein­um, en einnig hafa um­svif þess­ara at­vinnu­greina auk­ist mikið und­an­far­in ár.

Þar sem þjón­usta ferðaskrif­stofa og ferðaskipu­leggj­enda er til­tölu­lega nýorðin virðis­auka­skatts­skyld er ekki enn hægt að bera sam­an töl­ur á árs­grund­velli, en velta í þeirri at­vinnu­grein var 23,3% hærri í mars og apríl 2017 en sömu mánuði árið áður.

Minni velta í sjáv­ar­út­vegi

Ef miðað er við heilt ár og nýj­ustu töl­ur, þá var velta í sjáv­ar­út­vegi 15,7% lægri á tíma­bil­inu maí 2016 til apríl 2017 en síðustu tólf mánuði þar á und­an. Á sama tíma lækkaði velta í heild­versl­un með fisk um 14,4%. Lækk­un­ina má skýra með að gengi ís­lensku krón­unn­ar hef­ur hækkað miðað við gjald­miðla í helstu út­flutn­ingslönd­um okk­ar og ný­af­stöðnu verk­falli sjó­manna.

DEILA