Afleitar húsnæðisaðstæður barna á Íslandi

Mynd úr safni

Evrópusambandið gerir árlega könnun á aðstæðum barna og nýverið voru birtar niðurstöður Eurostat um húsnæðisaðstæður barna í Evrópu. Af 34 löndum situr Ísland í 29. sæti með 25% allra barna í húsnæði sem telst skemmt vegna raka. leka og myglu. Það er Bændablaðið sem birtir þessar niðurstöður í nýjasta tölublaði sínu og dregur þá ályktun að óvönduð vinnubrögð við húsbyggingar og röng hönnun beri að mestu ábyrgð á þessu ástandi. Þessi slæma staða Íslands í rannsóknum Eurostat hefur verið viðvarandi frá árinu 2008

Bestar eru aðstæður í Finnlandi en þar teljast 4,6% barna búa við óviðunandi húsnæðiskost en Tyrkland hefur vermt botninn til fjölda ára en þar hefur 43-46% barna búið við slæmar aðstæður. Í Noregi og Svíþjóð er staðan betri en í Damörku eru um 20% barna sem teljast búa við óviðunandi aðstæður.

Á ruv.is er haft eftir Nilsínu Larsen Einarsdóttur, réttindafræðslufulltrúa hjá Unicef að það sé brýnt að stjórnvöld bregðist við. Unicef hafi vakið athygli á þessu og bendir á að börn leigjenda og börn á foreldra sem eru á biðlistum eftir húsnæði séu í sérlega slæmri stöðu. Íslendingar hafa skrifað undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og samkvæmt honum eigi börn „rétt á því að alast upp við bestu lífskilyrði sem hægt er að bjóða upp á hverju sinni“. Nilsína telur okkur geta gert betur og brugðist hraðar við.

bryndis@bb.is

DEILA