Þó nútíminn geti verið trunta og drónamyndbönd oft uppnefnd dónamyndbönd vegna þess hve viðfangsefni drónana eru varnarlaus gagnvart myndatökum, getur þessi nýja og einfalda tækni fangað náttúruna og fegurð hennar á áður óþekktan hátt. Garpur Elísabetarson sem ættaður er úr Aðalvík og Bolungarvík hefur gert stutt myndband úr Aðalvíkinni og má með sanni segja að fegurðin sé í aðalhlutverki.

Um Garp og myndbandið er fjallað á dv.is og þar má sjá þetta gullfallega myndband og njóta.

bryndis@bb.is

DEILA