Vestfirðir og Norðurland vestra setið eftir

Mjög lítið hef­ur verið reist af nýju íbúðar­hús­næði á Vest­fjörðum og Norður­landi vestra síðastliðin 13 ár. Það er ekki hækk­un fast­eigna­verðs sem plag­ar íbúa í þess­um lands­hlut­um, held­ur frem­ur skort­ur á hent­ugu hús­næði. Íbúðalána­sjóður reyn­ir nú, í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög­in í þess­um lands­hlut­um, að varpa ljósi á þenn­an vanda og hvers vegna nær ekk­ert nýtt íbúðar­hús­næði hafi verið byggt á sum­um svæðum lands­ins und­an­far­in ár.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Íbúðalána­sjóði en hann hef­ur hrundið af stað sam­starfi við sveit­ar­fé­lög sem felst í gerð hús­næðisáætl­ana. Íbúðalána­sjóður verður sveit­ar­fé­lög­un­um til ráðgjaf­ar þegar kem­ur að gerð áætlan­anna og því hvaða upp­lýs­ing­ar þurfi að vera til staðar í hús­næðisáætl­un­um þeirra. Þannig megi bera sam­an áform og aðstæður milli sveit­ar­fé­laga og koma auga á stað- eða svæðis­bund­inn vanda. Upp­bygg­ing og end­ur­nýj­un hús­næðis er mik­il­væg fyr­ir öll sam­fé­lög til að geta þró­ast. Hús­næðisáætlan­ir munu draga fram ár­lega mynd af því hver staða hús­næðismála er í hverju sveit­ar­fé­lagi fyr­ir sig, greina fram­boð og eft­ir­spurn eft­ir ólík­um hús­næðis­form­um og setja fram áætl­un um hvernig sveit­ar­fé­lagið ætl­ar að mæta hús­næðisþörf, bæði til skamms og langs tíma. Eitt af mark­miðunum er að draga úr sveifl­um á hús­næðismarkaði og einnig tryggja að brugðist sé við ef eitt­hvað hindr­ar að eft­ir­spurn eft­ir hús­næði sé mætt, t.d. í minni sveit­ar­fé­lög­um.

DEILA