Upplýsingaskilti á fornum kirkjustað

Á sunnudag var farinn leiðangur að hinum forna kirkjustað Snæfjöllum í góðu sumarveðri, sól og hægum andvara. Tilgangur fararinnar var að setja niður upplýsingaskilti um Snæfjöll sem Ferðamálastofa styrkti auk Kirkjugarðaráðs og Snjáfjallaseturs. Farið var á bát með Sigurði Hjartarsyni og var Ólafur Guðmundsson frá Kleifum honum til aðstoðar og dóttir Ólafs, Jónína var með í för. Í förinni voru auk þeirra Guðmundur Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Kirkjugarðaráðs, Magnús Erlingsson sóknarprestur, Kristján Kristjánsson í Hvítanesi, Jósep Rósinkarsson frá Snæfjöllum og Ólafur J. Engilbertsson formaður Snjáfjallaseturs.

Þegar skiltið var komið á sinn stað fór séra Magnús með blessunarorð og að því loknu var „kirkjukaffi“ í boði Kristjáns í Hvítanesi.

DEILA