Tveir leikir fyrir austan

Meistaraflokkur Vestra heldur austur á land um helgina og mætir Hugin á Fellavelli á Seyðisfirði á morgun. Huginn er í níunda sæti deildarinnar og eftir fjórar umferðir og hefur ekki náð að sigra leik til þessa. Vestri er aftur á móti í þriðja sæti deildarinnar, hefur sigrað þrjá leiki og tapað einum. Leikurinn á morgun hefst kl. 14.

Á þriðjudag kl. 18 leika Vestramenn á ný eystra og þá gegn Sindra á Höfn í Hornafirði. Sindramenn eru í tíunda sæti deildarinnar  og líkt og Huginn hefur liðið ekki sigrað leik.

DEILA