Tap á Króknum

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Tindastóll kom í veg fyrir að Vestri kæmist í efsta sæti  í 2. deild karla þegar liðin mættust á Sauðárkróksvelli á laugardag. Vestri fékk kjörið tækifæri til að komast yfir á 35. mínútu þegar liðið fékk vítaspyrnu sem Pétur Bjarnason náði ekki að skora úr. Einungis mínútu eftir vítið kom Kenneth Hogg Tindastóli yfir og staðan var 1-0 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleiknum fékk Vestri aðra vítaspyrnu og miðjutröllið Mehdi Hadraoui steig á punktinn og jafnaði metin. Þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum náði Arnar Ólafsson að skora sigurmark fyrir Skagfirðingana.

Að loknum sjö umferðum er Vestri í þriðja sæti deildarinnar með 13 stig. Magni situr á toppnum með 16 stig og Njarðvíkingar eru í öðru sæti með 14 stig. Næsti leikur Vestra er heimaleikur við Njarðví á laugardag.

DEILA