Sólarganga leikskólanna í rjómablíðu

Leikskólabörn á Eyrarskjóli og Sólborg á Ísafirði fögnuðu sumrinu í morgun þegar þau fóru í hina árlegu sólargöngu í blíðskaparveðri. Sólargangan er gömul og rótgróin hefð hjá leikskólunum og er gengið fylktu liði frá leikskólunum niður Hafnarstræti og endað á Silfurtorgi þar sem börnin syngja fyrir gesti og gangandi.

 

 

 

 

 

 

 

DEILA