Þrjú tilboð bárust í ferðaþjónustu fatlaðra í Ísafjarðarbæ fram til 2021. Fallið var frá einu tilboði og til meðferðar voru tekin tvö tilboð. Lægra tilboðið var frá Ólafi Baldurssyni en það hljóðar upp á 12 milljónir kr. og Vestfirskar ævintýraferðir ehf. buðu 15,6 milljónir kr. í ferðaþjónustuna. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti í morgun að ganga til samninga við Ólaf Baldursson.