OECD leggur til meiri gjaldtöku í ferðaþjónustu

Ferðamenn á Látrabjargi.

OECD, efnahags- og framfarastofnunin í París, segir í nýrri skýrslu sinni sem kynnt var í gær að hagvöxtur sé mestur á Íslandi af löndum OECD. Þetta skapi þó vissar hættur, þensla geti valdið ofhitunin og því sé mikilvægt að aðhald í opinberum fjármálum sé aukið. Það sem virðist helst valda OECD áhyggjum er staða kjaramála og ferðaþjónustunnar.

OECD segir að ferðaþjónustan valdi þrýstingi á innviði, samfélag og náttúru og ýmsir vaxtaverkir hafi komið upp samhliða aðlögun þjóðarbúsins að auknu umfangi. Stofnunin er sammála  þeirri hugmynd að færa eigi ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts.

Þá leggur OECD til að fjöldi gesta á viðkvæmum stöðum verði takmarkaður og notendagjöld verði tekin upp til að stýra flæði fólks og álagi á umhverfið.

DEILA