Ný flugstöð rísi á næsta ári

Jón Gunnarsson samgönguráðherra vonast til að hægt verði að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári. „Það er í mínum huga mikilvægt að hefja sómasamlega uppbyggingu á aðstöðu fyrir farþega og starfsmenn í Vatnsmýri,“ segir Jón í Morgunblaðinu í dag.

Hann hyggst jafnframt skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Sá hópur muni taka við keflinu af svonefndri Rögnunefnd, sem komst að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri fýsilegasti valkosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll fyrir höfuðborgarsvæðið. Fulltrúar ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair áttu fulltrúa í Rögnunefndinni. Jón segist jafnframt ætla að bjóða fulltrúum landsbyggðarinnar sæti í nýja hópnum.

DEILA