Náttúrubarnaskólinn kominn á fullt skrið

Undur og fjölbreytileiki náttúrunnar eru í forgrunni í Náttúrubarnaskólanum á Ströndum.

Núna er sumarstarf Náttúrubarnaskólans á Ströndum komið á fullan skrið. Skólinn er til húsa  í Sauðfjársetrinu í Sævangi og hefur verið starfræktur síðan sumarið 2015. Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir allskonar skemmtilegum námskeiðum og viðburðum fyrir náttúrubörn á öllum aldri. Núna um helgina er til dæmis helgarnámskeið fyrir börn og verðu námskeiðið  með fugla- og jurtaþema. Námskeiðið er fjölbreytt og verður meðal annars farið í fugla- og fjörunaskoðun, teistuhreiður verða merkt, búnar til fuglahræður og búið til dýrindis jurtaseyði og margt fleira.

Námskeiðið er frá kl. 13-17 bæði laugardag og sunnudag. Það kostar 6000 kr. og boðið er upp á kökur og djús báða dagana svo enginn verður svangur.

Í sumar verða námskeið alla fimmtudaga frá kl. 13-17 með fjölbreyttum þemum sem verða auglýst jafn óðum á Facebooksíðu Náttúrubarnaskólans. Að auki verður Náttúrubarnahátíð í Sævangi helgina 28.-30. júlí.

DEILA