Þuríðardagurinn í Bolungarvík 2017 var haldinn í fjórða sinn á fimmtudaginn. Dagurinn tókst vel að vanda og mættu á annað hundrað manns í Félagsheimilið til að minnast formóðurinnar, landnámskonunnar Þuríðar sundafyllis sem seiddi fiskinn í Ísafjarðardjúp. Mörg erindi voru flutt, hvert öðru fróðlegra en þemað voru frumkvöðlar, landnemar og menningartengd ferðaþjónusta. Einnig var frumflutt Sigrún Pálmadóttir lag eftir Soffíu Vagnsdóttur við ljóð Guðrúnar Sigurbjörnsdóttur um landnámskonuna merku. Sérstök tilboð voru á seiðkonukrús Þuríðar og barnabókinni um landnám Þuríðar Mamma, mamma ég sé land í tilefni Þuríðardags. Kynnir var Guðrún Stella Gissurardóttir og Laddawan Dagbjartsson hafði umsjón með veitingum en framreitt var vestfirskt sjávarfang með tælenskum hætti úr þorski og rækju heima úr héraði. Laddawan flutti einnig erindi á samkomunni þar sem hún sagði frá hvernig Bolungarvík kom henni fyrir sjónir þegar hún nam land í víkinni fögru en Laddawan kemur frá Tælandi.