Matthías sá eini í Meistaradeildinni

Útlit er fyrir að einungis einn íslenskur knattspyrnumaður komi við sögu í forkeppni Meistara­deild­ar Evrópu með erlendu liði í sumar. Á vef Morgunblaðsins er greint frá að af þeim liðum sem unnið hafa sér keppnisrétt í Meistaradeildinni eru norsku meistararnir Rosenborg eina liðið með Íslending innanborðs, en Ísfirðingurinn Matthías Vilhjálmsson leikur með Þrándheimsliðinu. Þegar sölugluggi leikmanna opnast um mánaðamótin getur þetta að sjálfsögðu breyst.

Rosenborg hefur keppni í 2. umferð en engar líkur eru á að Matthías myndi mæta sínum gömlu félögum í FH. Bæði liðin eru í efri styrkleika­flokki þegar dregið verður til 2. umferðar og yrðu bæði í neðri flokki fyrir dráttinn til 3. umferðar, komist þau þangað.

 

DEILA