Leikjasalur að pólskri fyrirmynd

Sólin opnar á morgun kl. 12.

Nýr leikjasalur fyrir börn opnar formlega Bolungarvík á morgun laugardag kl. 12. Leikjasalurinn kallast Sólin og er hannaður að pólskri fyrirmynd. Þar geta foreldrar komið saman með börn sín um helgar og einnig er hægt að leigja salinn undir afmæli. Leikjasalurinn er fyrir öll börn og eru foreldrar hvattir til mæta á opnunina og kynna sér þessa skemmtilegu nýjung. Sólin er til húsa við Aðalstræti 9 í Bolungarvík, beint á móti Ráðhúsi Bolungarvíkur. Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu Sólarinnar.

 

DEILA