Laxinn rann ljúflega í gestina

Bubbi og Þorgerður Katrín kampakát á Bíldudals grænum.

Hátt í fjögur hundruð manns mættu í grillveislu Arnarlax hf. á Bíldudal á fimmtudag, en veislan markaði upphaf bæjarhátíðarinnar Bíldudals grænar sem var haldin um helgina. Heiti hátíðarinnar rekur sig til þess að athafnamaðurinn og alþingismaðurinn Gísli Jónsson starfrækti Matvælaiðjuna, sem framleiddi ma hinar frægu Bíldudals grænu baunir. Í dag er Bíldudalur hvað þekktastur fyrir að vera eins konar miðpunktur laxeldis og þar eru höfuðstöðvar Arnarlax, stærsta laxeldisfyrirtæki landsins, og því vel við hæfi að hefja Bíldudals grænar á laxaveislu. Laxinn rann ljúflega ofan í gesti og sjálfur Bubbi Morthens mætti á svæðið og spilaði mörg af sínum ástsælustu lögum.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra mætti á svæðið með aðstoðarmanni sínum, Guðmundi Jónssyni og nýttu þau tækifærið til þess að kynna sér fiskeldisstarfsemina.

DEILA