Hafró mælir með auknum þorskkvóta

Hafrannsóknastofnun leggur til að aflamark þorsks fyrir fiskveiðiárið 2017/​2018 verði 257.572 tonn, en það er aukning um 6% frá ráðgefnu aflamarki fiskveiðiársins 2016/​2017, en það er 244.000 tonn. Þetta kom fram á fundi stofnunarinnar um ástand nytjastofna sjávar og ráðgjöf fyrir árið 2017.

Er nýliðun í stofninum sögð hafa verið stöðug frá árinu 1988 og stækkun stofnsins talin afleiðing minnkandi sóknar. Árgangur ársins 2013 hafi verið slakur en árgangar 2014 og 2015 nálægt langtímameðaltali.

2016 árgangurinn virðist þó vera slakur við fyrstu mælingar en sá árgangur kemur ekki inn í viðmiðunarstofninn fyrr en árið 2020.

DEILA